Bragðlaukaþjálfun með mismuandi hópum barna
Bragðlaukaþjálfun og taugaþroskaraskanir
Um fjórðungur barna er matvandur eða með takmarkað fæðuval á meðan hlutfallið fer upp í 80% hjá börnum með taugaþroskaraskanir á borð við athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) eða einhverfurófsröskun (ERR). Matvendni hjá börnum, sérstaklega þeim sem glíma við taugaþroskaraskanir er vaxandi rannsóknarefni hjá næringarfræðingum, sálfræðingum og menntunarfræðingum.
Rannsóknir hafa sýnt að börn með ADHD
- Sýna hvatvísa hegðun gagnvart mat
- Sækja frekar í sætt bragð og einföld kolvetni en börn án ADHD
- Sækja síður grænmeti og ávexti en börn án ADHD
Rannsóknir hafa sýnt að börn með einhverfu
- Eru gjarnan fælin við áferð, bragð og útlit matar
- Eru oft raunveruleg hrædd og kvíðin við mat
- Hafa gjarnan stífar reglur og ósveigjanleika í mataræði
- Geta átt erfitt með að matur snertist, að tilteknir litir séu í mat eða að hann innihaldi kekki
- Sækja í „öruggan mat“
- Sækja í einföld kolvetni (hvítt brauð, hvít grjón, hvítt pasta)
- Sækja í stökkan mat sbr. kartöfluflögur, kex
- Fúlsa frekar við grænmeti og ávöxtum en börn án einhverfu
Streita foreldra í tengslum við matvendni
Einkenni barna með taugaþroskaraskanir geta vakið mikla streitu hjá foreldrum, ekki síst í tengslum við matarvenjur. Streitustig foreldra hefur svo áhrif á hegðun barns sem getur skapað vítahring erfiðra samskiptum. Í fræðunum er mikið fjallað um streitu foreldra barna með einhverfu í tengslum við matarvenjur.
Áhuginn á tengslunum milli taugaþroskaraskana og matvendni er ekki einvörðungu byggður á takmörkuðu fæðuvali og afleiðingum þess eins og næringarskorti, heldur einnig á lífsgæðum út frá sálrænum-, sálfélagslegum- og líkamlegum þáttum barnanna og forsjáraðila þeirra.
Það er því brýnt að þróa og bjóða upp á íhlutunar og meðferðir með þverfaglega sérfræðiþekkingu að leiðarljósi. Það er skortur á rannsóknum á bragðlaukaþjálfun hjá börnum með ERR og ADHD en áhuginn á þessa nýja fræðasviði; bragðlaukaþjálfun fer vaxandi.