Um bragðlaukaþjálfun

Image
Fjögur börn að nærast

Bragðlaukaþjálfun er aðferð þar sem börn eru markvisst þjálfuð í að smakka og upplifa mat með öllum skynfærum sínum. Þannig finna þau mismunandi brögð af mismunandi mat með mismunandi áferð. Bragðlaukaþjálfunin sem kemur úr ranni Sapere fræðanna snýst í meginefnum um að börn kynnist annars vegar grunnbrögðunum fimm, sem eru: súrt, sætt, salt, beiskt og umami, og hins vegar læri þau að treysta skilningarvitum sínum, þ.e. að sjá, finna lykt, bragða, snerta og heyra. Í Bragðlaukaþjálfun er einblínt á leik, forvitni og gleði og þrýstingi á að smakka er aldrei beitt. Áhersla er lögð á grænmeti og ávexti en jafnframt heilkorn en börn með matvendni eiga oftast erfiðast með þessar fæðutegundir, ekki síst grænmetið sem oft hefur beiskt bragð. 
 
Bragðlaukaþjálfun fer oftast fram í skólum undir leiðsögn kennara. Eitt af markmiðum bragðlaukaþjálfunar er að leyfa börnum að þróa sinn smekk, kynnast nýjum matvælum og njóta fjölbreyttrar matreiðslu. Rannsóknir okkar á bragðlaukaþjálfun að ekki aðeins dragi úr matvendni heldur aukist fæðufjölbreytnin og að ánægja aukist af því að borða. Einnig sýna rannsóknir að dregið getur úr hegðunarvanda við matarborðið í kjölfar bragðlaukaþjálfunar.