""

Næsta grein sem við birtum er úr tímaritinu Appetite sem var okkar fyrsta val, enda afar virt á sínu sviði. Greinin lýsir rannsókninni ítarlega, og helstu niðurstöðum. Við gætum ekki verið stoltari. Við hvetjum ykkur til að kíkja á greinina (og láta okkur vita ef þið getið ekki nálgast hana).

""

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan við hófum rannsókn okkar á þeirri merkilegu veröld sem matvendni barna er. Við fengum frábæra þátttöku og hefðum ekki getað þetta án okkar yndislegu þátttakenda og aðstoðarfólks. 

""

Fyrsta greinin úr Bragðlaukaþjálfun í Obesity Science and Practice. Sigrún Þorsteinsdóttir, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Berglind Brynjólfsdóttir, Ragnar Bjarnason og Urður Njarðvík rituðu greinina. 

""

Í nýjasta Kokkaflakki, hlaðvarpsþætti Ólafs Arnars, er viðtal við Önnu Siggu um matvendni og Bragðlaukaþjálfun sem við hvetjum alla til að hlusta á. Bráðskemmtilegt!

""

Ráðstefnan ber heitið Teaching Kitchen Research Conference og verður haldin dagana 11-12 nóvember í netheimum. Skráning á ráðstefnuna er ókeypis og hvetjum við sem flesta til að mæta og hlusta á fróðleg erindi meðal annars frá Bragðlaukaþjálfun! 

""

Bragðlaukaþjálfun var boðið að vera með á Vísindavöku Rannís í Laugardalshöll 28. september. 

""

Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði og höfundur Bragðlaukaþjálfunar fékk fyrr á árinu boð um þátttöku á ráðstefnunni Food Season þar sem alþjóðlegar kanónur þ.m.t. margverðlaunaður rithöfundur, sjónvarpskokkur, skólastjóri og næringarfræðingur sameina krafta sína og ræða um það sem mótar fæðuvenjur barna

""

Landinn tók hús á okkur í Bragðlaukaþjálfuninni og ræddi við okkur um matvendni, um Bragðlaukaþjálfun og fleira.

Sigrún Þorsteinsdóttir

Sigrún Þorsteinsdóttir og Helga Guðný Elíasdóttir meistaranemi frá Kaupmannahafnarháskóla voru í viðtali í Samfélaginu á Rás 1 og ræddu þar Bragðlaukaþjálfun, erindin á Menntakviku og niðurstöður rannsóknar Helgu. Viðtalið er fyrsta innslagið í þættinum.

""

Bragðlaukaþjálfun: Fyrstu niðurstöður úr rannsókn á matvendni barna með og án taugaþroskaraskana og fjölskyldum þeirra 

""

Námskeiðum í Bragðlaukaþjálfun er nú lokið og viljum við þakka öllum þátttakendum kærlega fyrir þeirra framlag. Við höfum upp til hópa verið með frábæra krakka og foreldra. 

Krakkar: Elías, Embla, Helena og Nökkvi borða mat

Nú eru námskeið haustsins að hefjast og við erum mjög spennt að taka á móti börnunum. Við erum að taka á móti aldurshópunum 2009-2012 og eru nokkur pláss laus á námskeiðum sem hefjast í október.