Viðtal við Berglindi Lilju doktorsnema í Heilsueflingu
Sigrún bauð upp á ævintýralegt salat í Fréttablaðinu sem er upplagt fyrir þá sem vilja áskorun í bragði og áferð.
Ævintýralegur helgarmatseðill Önnu Siggu í DV
Nýr vefur Bragðlaukaþjálfunar í loftið
Anna Sigga kynnir Bragðlaukaþjálfun á ráðstefnu næringarfræðinga í Japan.
Fyrirlesarar frá Bragðlaukaþjálsfun tóku þátt í ráðstefnu um nýsköpun í heilbrigðisvísindum.
Grein úr rannsókn okkar í Bragðlaukaþjálfun birtist nýverið í hinu virta tímariti Nutrients. Greinin fjallar um breytingar á hegðunarvanda barna í tengslum við máltíðir. Niðurstöður sýndu að í íhlutunarhóp dró úr hegðunarvanda í tengslum við máltíðir og foreldrar notuðu mat síður sem umbun.
Síðastliðinn föstudag varði Sigrún Þorsteinsdóttir doktorsritgerð sína í Heilsueflingu sem fjallaði að stórum hluta um Bragðlaukaþjálfunina sem þátttakendur rannsóknarinnar áttu svo stóran þátt í að gera að eins flottu verkefni og raunin varð.
Kynning á niðurstöðum úr Bragðlaukaþjálfun á Menntakviku 2021 - Öllum er frjálst að hlusta á erindi okkar og hvetjum við sem flesta til að kíkja á kynningu á niðurstöðum úr þeim þremur vísindagreinum sem við birtum nýverið úr rannsókn okkar
Grein 3 úr Bragðlaukaþjálfun birtist nýverið í tímaritinu Nutrients. Tímaritið er afar virt og erum við svakalega stoltar af árangrinum. Við hefðum ekki getað klárað þetta án okkar yndislegu þátttakenda og aðstoðarfólks
Næsta grein sem við birtum er úr tímaritinu Appetite sem var okkar fyrsta val, enda afar virt á sínu sviði. Greinin lýsir rannsókninni ítarlega, og helstu niðurstöðum. Við gætum ekki verið stoltari. Við hvetjum ykkur til að kíkja á greinina (og láta okkur vita ef þið getið ekki nálgast hana).
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan við hófum rannsókn okkar á þeirri merkilegu veröld sem matvendni barna er. Við fengum frábæra þátttöku og hefðum ekki getað þetta án okkar yndislegu þátttakenda og aðstoðarfólks.