""

Í síðustu viku luku tveir hópar námskeiði í Bragðlaukaþjálfun. Frábærir krakkar sem gerðu góðan róm að námskeiðinu og sögðu m.a. að það hefði verið „miklu skemmtilegra en þau bjuggust við".

Grænmetisdiskur

Námskeiðin eru enn í fullum gangi og það er ekki hægt að segja annað að bragðlaukasnillingarnir okkar séu að slá í gegn. Krakkarnir eru ótrúlega hugmyndaríkir og vinnusamir og það er einstaklega gaman að fá að vera með þeim í eldhúsinu

Hvítkál og rauðkál

Jæja, nú erum við hálfnuð með tvö námskeið sem eru keyrð samhliða (einn hópur á þriðjudögum og annar á fimmtudögum). Krakkarnir eru að standa sig ótrúlega vel, eru forvitin, jákvæð og aldeilis tilbúin í bragðlaukaævintýri

""

 Nú erum við búnar að raða í hópa fyrir næstu námskeið og búið er að hafa samband við alla foreldra 2005-2008 barna.

""

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum þeim sem tóku þátt í námskeiðinu á þessu ári kærlega fyrir þátttökuna.

""

Það má gera alls kyns skemmtilegheit þegar kemur að hráefni með jólamatnum. Bakaðar auðrófur og ferskur ananas eru til dæmis frábær blanda og óvænt samsetning á matarborðinu. Svo eru hráefnin einstaklega falleg á að líta. 

""

Litfagurt og skemmtilegt jólasnakk.

""

Anna Sigga og Sigrún í morgunþætti K-100 

""

Undirbúningur bragðlaukaþjálfunar hefur gengið vel og þátttakendur mjög spenntir fyrir því að byrja. Við munum hefjast handa með elsta hópinn okkar sem eru 12-13 ára börn.