Matvendni og bragðaukaþjálfun
Matvendni hjá börnum, sérstaklega þeim sem glíma við taugaþroskaraskanir á borð við ADHD og raskanir á einhverfurófi, er nýtt og vaxandi rannsóknarefni sem krefst þverfaglegrar nálgunar.
Bragðlaukaþjálfun er unnin upp úr hugðarefni Önnu Sigríðar Ólafsdóttur prófessors í næringarfræði og teymis hennar.
Aðaláhersla okkar í þessu verkefni er á fæðuval, matvendni og líðan, bæði hjá börnum og foreldrum. Meginþungi er á fjölbreytileika í fæðuvali, og sérstaklega á aukna neyslu ávaxta- og grænmetis sem eru þær fæðutegundir sem helst skortir í mataræði barna almennt.
Bragðlaukaþjálfun í þeirri mynd sem við fáumst við hana er nýjung á Íslandi.

Núverandi rannsóknateymi
Prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, stjórnandi verkefnissins og leiðbeinandi í doktorsnámi.
Barnasálfræðingur við Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins, MSc í heilsusálfræði frá University of Westminster
Doktorsnemi, löggiltur klínískur næringarfræðingur, MSc í klínískri næringarfræði, aðjúnkt við Háskóla Íslands.
