Fjölmiðlar
Hér fyrir neðan má finna ýmislegt úr fjölmiðlaheiminum í tengslum við Bragðlaukaþjálfun, þar sem Anna Sigríður Ólafsdóttir og Sigrún Þorsteinsdóttir og aðrir rannsakendur Bragðlaukaþjálfunar leiða áhugasama í sannleikann um matvendni og ýmsar hliðar hennar.
2025
- Anna Sigríður Ólafsdóttir og Berglind L. Guðlaugsdóttir í viðtali um Bragðlaukaþjálfun og Litlu lauka í Menntavísindavarpinu (mars).
- Anna Sigríður Ólafsdóttir og Sigrún Þorsteinsdóttir mættu í viðtal í Samfélaginu, Rás 1 og ræddu um matvendni (janúar).
- Sigrún Þorsteinsdóttir og Anna Sigríður Ólafsdóttir svara fyrirspurn Vísindavefs Háskóla Íslands um matvendni (janúar).
- Berglind Lilja doktorsnemi - aðsend grein á Vísi um hvernig við tölum um mat í kringum börnin okkar (janúar).
-
2024
- Berglind Lilja doktorsnemi í viðtali á Bítinu, að ræða um næringu barna í íþróttum (mars).
- Berglind Lilja doktorsnemi í viðtali á Vísi, ræðir um næringarsnauð matvæli í tengslum við íþróttir barna (mars).
2023
- Berglind Lilja doktorsnemi í viðtali á mbl.is um bragðlaukaþjálfun, matreiðslu með börnum og doktorsnámið (september)
- Regluleg umfjöllun Önnu Sigríðar á Morgunvakt Rásar 1 þar sem hún fjallar um næringu (september).
- Viðtal við Önnu Sigríði á mbl.is þar sem hún gefur uppskriftir að girnilegum haustréttum (september).
- Viðtal á Býtinu við Berglindi Lilju doktorsnema í heilsueflingu um Bragðlaukaþjálfun í leikskólunum (febrúar)
- Viðtal á Rás 2 við Berglindi Lilju doktorsnema í heilsueflingu um matvendni barna leikskóla (janúar).
- Viðtal á vef Háskóla Íslands við Berglindi Lilju doktorsnema í heilsueflingu þar sem hún ræðir um væntanlega rannsókn á matvendni leikskólabarna (janúar).
- Viðtal við Sigrúnu í Fréttablaðinu um hefðbundinn dag í matarlífi hennar (janúar).
- Viðtal við Önnu Sigríði í DV um helgarmatseðilinn þar sem hún leiðir okkur í ævintýralegt bragð- og áferðarferðalag (janúar).
2022
- Viðtal við Önnu Sigríði í Fréttablaðinu þar sem hún var spurð spjörunum úr um jóla- og áramótahefðir (desember).
- Viðtal við Berglindi Lilju Guðlaugsdóttur doktorsnema í heilsueflingu í Mannlega þættinum á Rás 1. Þar fjallaði hún um Bragðlaukaþjálfun í leikskólum sem fer af stað í haust.
- Viðtal við Sigrúnu í Samfélaginu á Rás 1 þar sem hún ræðir um rannsóknarniðurstöður Bragðlaukaþjálfunar, hvernig á að draga úr matvendni o.fl. (febrúar).
- Leikgleðin getur dregið úr matvendni Viðtal við Sigrúnu og Önnu Sigríði í fréttaveitu Háskóla Íslands (janúar).
2021
- Viðtal við Sigrúnu og Önnu Sigríði í Fréttablaðinu um niðurstöður rannsóknar í Bragðlaukaþjálfun (desember).
- Ráðstefna um nýsköpun í heilbrigðisvísindum. Sigrún flutti fyrirlesturinn: Rannsókn á árangri nýs inngrips á matvendni barna með og án taugaþroskaraskana (nóvember).
- Bítið á Bylgjunni. Sigrún spjallaði við þá félaga Gulla Helga og Þórhall Heimis um Bragðlaukaþjálfun og matvendni (október)
- Kokkaflakk. Ólafur Örn Ólafsson ræðir við Önnu Sigríði í skemmtilegu viðtali um Bragðlaukaþjálfun og matvendni (apríl).
2020
- Taste Education in the Teaching Kitchen: Motivating Healthy Food Behaviors Among Fussy Eaters and their Parents. Sigrún og Anna Sigríður fengu boð fyrr á árinu um að halda fyrirlestur sem og að vera með í pallborðsumræðum við lýðheilsu- og næringarfræðideild Harvard háskóla (nóvember).
- Feeding Our Children. Anna Sigríður, höfundur Bragðlaukaþjálfunar fékk fyrr á árinu boð um þátttöku á ráðstefnunni Food Season þar sem alþjóðlegar kanónur þ.m.t. margverðlaunaður rithöfundur, sjónvarpskokkur, skólastjóri og næringarfræðingur sameina krafta sína og ræða um það sem mótar fæðuvenjur barna (október). Atburðinum var varpað beint frá British Library í London.
- Viðtal í Samfélaginu á Rás 1. Rætt er við Sigrúnu og Helgu Guðnýju Elíasdóttur, meistaranema frá Kaupmannahafnarháskóla, um Bragðlaukaþjálfun og niðurstöður meistararitgerðar Helgu sem unnin var upp úr rannsókn okkar á Bragðlaukaþjálfun. Viðtalið er fyrsta innslagið í þættinum (september).
2019
- Hlaðvarp úr þættinum Virðing í uppeldi þar sem Sigrún fer yfir hagnýt ráð í tengslum við matvendni barna (október).
- Hlaðvarp úr þættinum Mataruppeldi þar sem Sigrún ræðir um mataruppeldi og Bragðlaukaþjálfun (október).
- Matvendni getur verið vandamál. Viðtal við Sigrúnu á K100 um mat, börn og matvendni (maí).
2018
- Sögur af landi. Dagur Gunnarsson á Rás 1 ræddi við Önnu Sigríði og Sigrúnu um bragð og bragðskyn (nóvember).
- Viðtal í Landanum þar sem Anna Sigríður og Sigrún fræða áheyrendur um Bragðlaukaþjálfun og matvendni barna (október).
- Hvað er að vera matvandur? Umfjöllun um Bragðlaukaþjálfun í KrakkaRUV (október).
- Bragðlaukaþjálfun til umfjöllunar í Ísland Vaknar, K100. Viðtal við Önnu Sigríði og Sigrúnu um verkefnið Bragðlaukaþjálfun þar sem rætt var á léttu nótunum um matvendni (október).
- Vísindin í Háskóla Íslands - viðtal við Önnu Sigríði og Sigrúnu (september).
- Hægt að þjálfa braglauka. Sævar Helgi Bragason fjallar um Bragðlaukaþjálfun í KrakkaRUV (janúar).
- Viðtal við Önnu Sigríði um Bragðlaukaþjálfun gegn matvendni. Verkefnið og hugmyndafræðin útskýrð í upphafi verkefnisins (janúar).