Header Paragraph

Ný grein birt í Nutrients

Image
""

Grein úr rannsókn okkar í Bragðlaukaþjálfun birtist nýverið í hinu virta tímariti Nutrients. Greinin fjallar um breytingar á hegðunarvanda barna í tengslum við máltíðir. 

Niðurstöður sýndu að í íhlutunarhóp dró úr hegðunarvanda í tengslum við máltíðir og foreldrar notuðu mat síður sem umbun. Einnig dró úr áhyggjum foreldra af takmarkaðri fæðufjölbreytni barna. Niðurstöður voru svipaðar óháð greiningum barnanna (þ.e. voru svipaðar óháð því hvort börnin voru með ADHD og/eða röskun á einhverfurófi, eða án raskana).