Fyrstu niðurstöður Bragðlaukaþjálfunar kynntar á Menntakviku 2020: 3 erindi
Nú höfum við lokið við að safna öllum gögnum (frábær svörun!) og erum að vinna úr niðurstöðunum. Við vorum búnar að lofa að láta ykkur vita þegar við værum komnar með niðurstöður í hendurnar og nú er komið að stóru stundinni.
Þann 1. – 2. október fer fram ráðstefna Menntavísindasviðs, Menntakvika, sem er eins konar uppskeruhátíð rannsókna á sviðinu. Síðari ráðstefnudaginn, 2. október kl. 13:45 til 15:15, verða þrjú erindi kynnt sem öll snúa að Bragðlaukaþjálfun. Erindin eru eftirfarandi og snúa öll að frumniðurstöðum rannsóknarinnar:
Bragðlaukaþjálfun: Fyrstu niðurstöður úr rannsókn á matvendni barna með og án taugaþroskaraskana og fjölskyldum þeirra
Sigrún Þorsteinsdóttir, doktorsnemi, HÍ, Urður Njarðvík, prófessor, HÍ og Ragnar Bjarnason, prófessor, HÍ og yfirlæknir á Barnaspítalanum, Háskólasjúkrahúsi
Fæðuval og matvendni meðal barna á einhverfurófi
Anna Rut Ingvadóttir, meistaranemi, HÍ og Sigrún Þorsteinsdóttir, doktorsnemi, HÍ.
Er samhengi á milli matvendni barna og foreldra þeirra?
Helga Guðný Elíasdóttir, meistaranemi við Kaupmannahafnarháskóla, Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor, HÍ og Annemarie Olsen, prófessor, Kaupmannahafnarháskóli og Sigrún Þorsteinsdóttir, doktorsnemi, HÍ
Ráðstefnan verður rafræn í ár og bjóðum við ykkur að hlýða á erindin með þeim hætti: https://menntakvika.hi.is/2-oktober/ Athugið að ekki verður hægt að horfa á erindin eftir á, einungis í rauntíma.
Vonumst til að „sjá“ sem flesta!
Bestu kveðjur
Sigrún og Anna Sigga, bragðlaukaþjálfarar