Header Paragraph

Fréttir af Bragðlaukaþjálfun

Image
""

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan við hófum rannsókn okkar á þeirri merkilegu veröld sem matvendni barna er. Við fengum frábæra þátttöku og hefðum ekki getað þetta án okkar yndislegu þátttakenda og aðstoðarfólks. Frá því rannsókninni lauk höfum við unnið ötullega að úrvinnslu gagna og að því loknu lögðumst við svo í greinaskrif á niðurstöðum. Við höfum nú birt 3 vísindagreinar í virtum tímaritum og erum fullar stolts og þakklætis þegar við birtum okkar niðurstöður hér.

Niðurstöðurnar sýndu að heilt yfir dró úr matvendni barna (e. Food fussiness) eftir námskeiðið og lítill munur var á börnum með og án taugaþroskaraskana sem þýðir að svipaðar aðferðir má nýta. Ánægja af því að borða (e. Enjoyment of food) jókst almennt eftir námskeiðið, þó ekki væri tölfræðilega marktækur munur. Athugið að niðurstöðurnar eru meðaltal og dreifingin á árangri auðvitað nokkur eins og alltaf í svona rannsóknum.

Þessi árangur er í góðu samræmi við það sem við höfum einnig fengið að upplifa í samtölum við foreldra í eftirfylgdinni. Athugið að fyrsta greinin er úr niðurstöðum forrannsóknar og þýðin tvö eru ótengd, þ.e. þeir sem tóku þátt í forrannsókninni tengjast ekki Bragðlaukaþjálfuninni beint en það voru börn sem voru með offitu og stór hluti þeirra hafði margþættar raskanir sem útskýrir lítinn mun á matvendni eftir greiningum.

Grein 1: Odds of fussy eating are greater among children with obesity and anxiety

Helstu niðurstöður: Þriðjungur barna hafnaði bitru og súru bragði en 2% sætu og 8% söltu bragði. Í samanburði við þá sem ekki höfðu neinar raskanir voru börn með kvíða fjórum sinnum líklegri til að vera matvönd. Börn voru ekki líklegri til að vera matvönd ef þau voru með einhverfu, ADHD eða þunglyndi.