Titill
Berglind Lilja Guðlaugsdóttir hlýtur rannsóknarstyrk fyrir Litlu lauka

Text

Félag háskólakvenna veitti tvo rannsóknarstyrki að upphæð 500.000 kr hvor í kjölfar aðalfundar félagsins á Hótel Holti þann 23. maí. Berglind Lilja Guðlaugsdóttir doktorsnemi í Heilsueflingu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hlaut rannsóknarstyrk fyrir verkefnið Bragðlaukaþjálfun: Litlu laukar. Fæðumiðuð íhlutun í leikskóla með þátttöku leikskólastarfsfólks og foreldra. Við erum afar þakklátar fyrir stuðninginn. 

Image
Image
Berglind Lilja Guðlaugsdóttir doktorsnemi í heilsueflingu hlýtur rannsóknarstyrk frá félagi Háskólakvenna