Bragðlaukaþjálfun í Obesity Science and Practice
Fyrsta greinin úr Bragðlaukaþjálfun birtist í Obesity Science and Practice í dag. Greinin ber heitið „Odds of fussy eating are greater among children with obesity and anxiety" Greinin byggir á rannsókn Sigrúnar Þorsteinsdóttur, Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, Berglindar Brynjólfsdóttur, Ragnars Bjarnasonar og Urðar Njarðvík. Greinin er í opnum aðgangi.
Matvendni hefur verið tengd við einhverfuröskun (e.autism spectrum disorder (ASD)), athyglisbrest- og ofvirkniröskun (attention-deficit/hyperactive disorder (ADHD)), kvíða og þundlyndi. Þrátt fyrir að þessar raskanir séu ríkjandi hjá börnum í offitumeðferð, hafa engar rannsóknir verið birtar áður sem sýna fram á tengsl við matarvandamál barna með offitu og þessar raskanir.