Titill
Berglind Lilja doktorsnemi hlýtur styrk

Text

Nýverið hlaut Berglind Lilja Guðlaugsdóttir styrk úr sjóði Steingríms Arasonar tengt doktorsverkefni sínu á Bragðlaukaþjálfun í leikskólum. Verkefnið - „Þróun og prófun á námsefni fyrir bragðlaukaþjálfun í leikskólum – byggt á samhönnun með starfsfólki og alþjóðlegu þverfaglegu samstarfi tengdu fæðumiðaðri kennslu“. Í umsögn sagði: „Að mati dómnefndar hefur verkefnið fræðilegt gildi þar sem verið er að prófa aðferð, sem þegar hefur verið þróuð með eldri aldurshópum, með börnum á leikskólaaldri. Rannsóknin bætir því við takmarkaða þekkingu um vaxtarferla hjá börnum með matvendni. Þá hefur verkefnið hagnýtt gildi því áætlað er að þróa kennslustundir með leikjum með þemum í samstarfi við leikskóla." Verðlaunin afhenti Jóni Atla rektor HÍ.

Image
Image
Berglind Lilja Guðlaugsdóttir doktorsnemi í heilsueflingu hlýtur styrk úr sjóði Steingríms Arasonar