Anna Sigríður Ólafsdóttir, höfundur Bragðlaukaþjálfunar gestafyrirlesari á Food Season ráðstefnunni
Við erum óheyrilegar stoltar af þessari athygli sem Bragðlaukaþjálfun er að fá úti í hinum stóra heimi fræða og þekkingar tengdum fæðuvenjum barna.
Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði og höfundur Bragðlaukaþjálfunar fékk fyrr á árinu boð um þátttöku á ráðstefnunni Food Season þar sem alþjóðlegar kanónur þ.m.t. margverðlaunaður rithöfundur, sjónvarpskokkur, skólastjóri og næringarfræðingur sameina krafta sína og ræða um það sem mótar fæðuvenjur barna
Samband okkar við mat mótast strax í æsku af hugsunum okkar og tilfinningum og hefur gríðarleg áhrif út æviskeiðið. Snemmbær upplifun á mismunandi bragði og áferð getur haft mikið að segja.
Á þessari einstöku ráðstefnu fáum við tækifæri til að skyggnast inn í hugarheim og fræðigrunn þekktra einstaklinga úr heimi matar og matarupplifana.
Fjórir virtir álitsgjafar með ólíkan bakgrunn munu leiða saman hesta sína og ræða um mat og fæðuvenjur barna: Bee Wilson er þáttastjórnandi og margverðlaunaður rithöfundur um mat frá ólíkum hliðum, Gita Mistry sjónvarpskokkur er Bretum að góðu kunn, Jason O’Rourke er skólastjóri í ævintýralegum, breskum grunnskóla, og Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor í næringarfræði og höfundur Bragðlaukaþjálfunar, úrræðis fyrir börn með matvendni.
Við hvetjum fólk til að skrá sig á ráðstefnuna (án endurgjalds) og hlusta á fróðleg erindi.