Header Paragraph

Doktorsvörn í Heilsueflingu, úr verkefni Bragðlaukaþjálfunar

Image
Frá vinstri: Ragnar Bjarnason, Sigrún Þorsteinsdóttir, Anna Sigríður Ólafsdóttir og Urður Njarðvík

Síðastliðinn föstudag varði Sigrún Þorsteinsdóttir doktorsritgerð sína í Heilsueflingu sem fjallaði að stórum hluta um Bragðlaukaþjálfunina sem þátttakendur rannsóknarinnar áttu svo stóran þátt í að gera að eins flottu verkefni og raunin varð.

Við þökkum innilega fyrir okkur og vildum jafnframt segja ykkur að við erum með ýmislegt á prjónunum hvað fleiri verkefni varðar, svo endilega haldið áfram að fylgjast með hér og á Facebook síðu Bragðlaukaþjálfunar!

Leiðbeinendur Sigrúnar voru Anna S. Ólafsdóttir, prófessor og meðleiðbeinandi Urður Njarðvík, prófessor.

Í doktorsnefnd sat einnig prófessor Ragnar Bjarnason.

Image
Frá vinstri: Ragnar Bjarnason, Sigrún Þorsteinsdóttir, Anna Sigríður Ólafsdóttir og Urður Njarðvík