Matur og uppskriftir
Hér má finna út hvernig maður lærir réttu handtökin við matreiðslu. Sem dæmi, hvernig maður verkar sætar kartöflur og epli. Einnig getur þú skoðað uppskriftir að hollum og einföldum millibita og snarli fyrir börn og byrjendur í eldhúsinu.
Lærðu réttu handtökin
Það er ekki alltaf augljóst hvernig best er að meðhöndla mat. Hér er að finna einfaldar leiðbeiningar um nokkrar tegundir hráefnis og hvernig á að verka þau. Myndböndin eru útbúin af Önnu Rut Ingvadóttur M.Ed í heimilisfræði.
Hér séðu nokkur dæmi en þú getur skoðað öll kennslumyndböndin hennar Önnu Rutar á Youtube.
Að skera grænmeti
Bankabygg
Áhöld
- Pottur
- Deselítramál
- Sleif
Bankabygg er trefjaríkt og er gott sem meðlæti í stað hrísgrjóna. Það er líka gott í súpur, salöt og pottrétti. Það er æðislega gott með grænmeti. Það er líka mjög gott í morgungrautinn til dæmis með haframjólk og kanil.
Að skera ávexti
Ananas
Áhöld
- Stór hnífur
- Lítill hnífur
- Bretti
Vissir þú að ananas er orðinn þroskaður þegar það er hægt að kippa blöðunum af toppnum? Ananas er góður einn og sér en líka í ávaxtaspjót og eftirrétti. Sumir vilja ananas á pizzu en þar vegur sæta bragðið á móti söltu bragði áleggs.
Að sjóða kornmeti
Sætar kartöflur
Áhöld
- Hnífur
- Flysjari
- Bretti
Hvort sem þú skerð sætar kartöflur í bita, sneiðar eða í franskar, sýður eða ofnbakar þá eru þær fullar af vítamínum og trefjum. Þær eru góðar í ýmsa pottrétti og súpur. Ekki má gleyma sætkartöflumúsinni sem er algjört hnossgæti.