Margir aðilar koma að verkefninu um Bragðlaukaþjálfun og má segja að það teygi anga sína víða um heim. Ótaldir eru þó þeir aðilar sem hafa komið að undirbúningi verkefnisins á einn eða annan hátt, sbr. meistaranemar og aðrir sem hafa lagt hönd á bagga þó þeir teljist ekki beinir samstarfsaðilar. Eftirfarandi aðilar eru í samstarfi við okkur eða hafa styrkt verkefnið á beinan eða óbeinan hátt.
Samstarfs- og styrktaraðilar:
- Doktorsstyrkur frá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands
- Verkefnastyrkur Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands
- Lýðheilsusjóður Embættis landlæknis
- Fræið/Fjarðarkaup lagði til allt hráefni á námskeiðunum
- Ásbjörn Ólafsson ehf lagði til hluta verðlaunanna
- Dr. Urður Njarðvík barnasálfræðingur og prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands
- Dr. Ragnar Bjarnason, yfirlæknir Barnaspítala Hringsins
- Samstarf við Kaupmannahafnarháskóla, University of Minnesota, Washingborough Academy Bretlandi