
Upphaf bragðlaukaþjálfunar má rekja til Frakklands en þar í landi var innleidd stefna um heilsuuppeldi í skólum landsins. Efnafræðingurinn Jacques Puisais var fenginn til að hanna kerfi sem geti þjálfað börn í að smakka framandi brögð og nýjan mat. Puisais hafði sérstakan áhuga á því að vinna gegn einsleitni bragðs.